Koma á fót fasteignasjóðum

mbl.is/Sigurður Bogi

Fjármálafyrirtækið Gamma vinnur að því að stofna tvo fasteignasjóði, þá Novus og Eclipse. Stefnt er að því að annar fjárfesti í íbúðarhúsnæði en að hinn muni koma að þróunarverkefnum á því sviði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um er að ræða lokaða fagfjárfestingarsjóði, þ.e. þeir taka ekki við fé frá almenningi, samkvæmt gögnum frá Fyrirtækjaskrá.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, segir í samtali við Morgunblaðið að unnið sé að því að koma sjóðunum á fót. Vonandi verði þeirri vinnu lokið í lok sumars. Ekki sé hægt að segja nánar frá sjóðunum að svo stöddu. Samkvæmt gögnum frá Fyrirtækjaskrá var Novus stofnaður í febrúar en Ecplise í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK