Lækkuðu stýrivexti í 2,5%

Einkaneysla hefur dregist saman í Ástralíu.
Einkaneysla hefur dregist saman í Ástralíu. AFP

Seðlabanki Ástralíu  hefur lækkað stýrivexti bankans í 2,5% og hafa þeir aldrei verið lægri frá því bankinn var stofnaður árið 1959. Voru vextirnir lækkaðir um 0,25%. Þingkosningar fara fram í landinu í byrjun september.

Seðlabankastjórinn segir að með þessu sé verið að reyna að draga úr verðbólgu og svara samdrætti í smásölu.

„Ástralska hagkerfið eru vaxið aðeins hægar en víða annars staðar á síðasta ári. Þetta gæti haldið áfram vegna samdráttar í fjárfestingum í námuvinnslu,“ sagði seðlabankastjórinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK