Hægir á hagvexti í Japan

Hægt hefur á hagvexti í Japan
Hægt hefur á hagvexti í Japan AFP

Hægt hefur á í hagkerfi Japans undanfarna mánuði og velta hagfræðingar því nú fyrir sér hvort stjórnvöld muni standa við fyrirætlanir um að hækka virðisaukaskatt eður ei. Því hækkunin gæti hægt enn frekar á hagkerfinu.

Hagvöxtur mældist 0,6% í Japan á öðrum ársfjórðungi samanborið við 0,9% á fyrsta fjórðungi. Dregið hefur úr einkaneyslu en eins virðist sem fyrirtæki treysti sér ekki enn til þess að leggja í stórar fjárfestingar og mannaráðningar.

Japan er þriðja stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum og Japan. Ríkisstjórnin undir forsæti Shinzo Abe ætlar að hækka virðisaukaskatt í þrepum og árið 2015 verði hann kominn í 10%.

Skattahækkunin er talin mjög mikilvæg svo japanska ríkinu takist að skapa nýjar tekjur og um leið greiða niður himinháar skuldir ríkissjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK