Spá því að verðbólgan fari aftur yfir 4%

Útsölulok hafa áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs.
Útsölulok hafa áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Styrmir Kári

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,3% í ágúst frá mánuðinum á undan, en ef spáin gengur upp mun 12 mánaða verðbólga aukast úr 3,8% í 4,3%. Er það mesta verðbólga síðan í febrúar á þessu ári.

Útsölulok setja svip á vísitölumælingu ágústmánaðar eins og jafnan að sögn greiningarinnar, en þær virðast vera með hefðbundnu sniði. Þetta orsakar nokkra hækkun vísitölunnar, en til lækkunar eru nokkrir aðrir stórir liðir, svo sem húsnæðisliðurinn, eldsneytisverð og flugfargjöld.

Verðbólguhorfur hafa, samkvæmt greiningunni, versnað lítillega, en gert er ráð fyrir að verðbólgan verði um og yfir 4% út árið. Spáir bankinn því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% í september þar sem helstu áhrifaþættirnir verða áframhaldandi útsölulok, hækkun húsnæðis og árviss hækkun skólagjalda og verðs ýmiskonar tómstunda og afþreyingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK