EVE verðlaunaður af Sameinuðu þjóðunum

Eve var verðlaunaður sem ein af bestu stafrænu lausnunum af …
Eve var verðlaunaður sem ein af bestu stafrænu lausnunum af Sameinuðu þjóðunum. Mynd/CCP

Netleikurinn EVE Online, sem tölvuleikjafyrirtækið CCP gefur út, er í hópi fimm sigurvegara í flokki afþreyingar og leikja í samkeppni Sameinuðu þjóðanna um bestu stafrænu lausnirnar, World Summit Award 2013. Viðurkenningin hefur mikla þýðingu fyrir hugbúnaðariðnaðinn hér á landi að mati Jóhanns Péturs Malmquists, prófessors í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og umsjónarmanns keppninnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCP.

Samkeppnin World Summit Award hefur verið haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna annað hvert ár frá árinu 2003. Markmið keppninnar er að verðlauna framúrskarandi lausnir í upplýsingatækni sem nýst geta fólki um allan heim og jafnframt að styðja við þróun upplýsingasamfélagsins og útbreiðslu þess. Samkeppnin er opin bæði einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Alls bárust tilnefningar um rúmlega 460 verkefni víðs vegar að úr heiminum í keppnina í ár, þar af sex frá Íslandi.  Alþjóðleg dómnefnd, sem skipuð er sérfræðingum í upplýsingatækni, valdi svo fimm bestu verkefnin í hverjum flokki, samtals 40 lausnir, og eins og fyrr segir var EVE Online meðal bestu lausna í flokki afþreyingar og leikja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK