WOW flýgur til Stokkhólms næsta vor

WOW air ætlar sér að fljúga til Stokkhólms í Svíþjóð …
WOW air ætlar sér að fljúga til Stokkhólms í Svíþjóð frá næsta vori. Ómar Óskarsson

WOW air mun hefja flug til Stokkhólms næsta vor en borgin er stærsta borgin í Skandínavíu. Félagið mun fljúga á Arlanda-flugvöll þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, frá og með 1. júní 2014 og mun halda áfram áætlunarflugi allt árið um kring í tengslum við Bandaríkjaflug félagsins.

Í Svíþjóð búa um níu milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandínavíu. Ferðamönnum frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem hafa sótt Ísland heim á þessu ári. Frá janúar til byrjun september hafa 66.546 Svíar komið til landsins.

Í tilkynningu segir WOW air að þeir hafi einnig fundið fyrir aukinni eftirspurn Íslendinga á flugi til og frá Svíþjóð og er þessi viðbót í leiðarkerfi WOW air aukin þjónusta við þann hóp.

„Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun félagsins en WOW air hyggst fljúga til Bandaríkjanna vorið 2014. Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt ferða Svía til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna. Stefna félagsins er að vera með nýjasta flugflotann og hagstæðasta verðið til og frá Íslandi hverju sinni,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK