Olís selur metan sem Norðurorka framleiðir

Hauggas sem stígur upp af sorphaugum er um 21 sinni …
Hauggas sem stígur upp af sorphaugum er um 21 sinni skaðlegra en koldíoxíð (CO2) sem myndast við bruna metans í bílvél, að því er fram kemur í tilkynningu. mbl.is/Árni Sæberg

Olís og Norðurorka hf. hafa gert með sér samstarfssamning um sölu og markaðssetningu á metani. Samstarfssamningurinn felur í sér að Olís annast sölu og markaðssetningu á því metani sem Norðurorka framleiðir úr hauggasi úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal við Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir, að sjálfsafgreiðslustöð fyrir metan verði byggð við Miðhúsabraut á Akureyri rétt við Möl og Sand en hreinsistöðin við Súluveg austan hitaveitutankans við gatnamótin að Breiðholti. Áætluð framleiðslugeta sé 600 þúsund Nm3 metans árlega sem svari til árlegrar meðalnotkunar 600 fólksbíla.  Gert sé ráð fyrir að hægt verði að vinna metan úr haugnum á Glerárdal fram til ársins 2030 a.m.k.

Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 300 milljónir. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK