Meiri afgangur en nokkru sinni

Þjónustujöfnuður hefur aldrei verið meiri á þriðja ársfjórðungi en í …
Þjónustujöfnuður hefur aldrei verið meiri á þriðja ársfjórðungi en í ár. Afgangurinn nam 46 milljörðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á þriðja ársfjórðungi í ár skiluðu þjónustuviðskipti við útlönd meiri afgangi en þau hafa nokkru sinni áður gert á einum ársfjórðungi. Alls námu tekjur af þjónustuútflutningi 141,3 milljörðum á fjórðungnum en gjöld vegna þjónustuinnflutnings voru 95,2 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hljóðar afgangurinn því upp á 46,0 milljarða sem er 11 milljörðum meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka.

Augljóslega munar enn meiru sé litið lengra aftur í tímann, en þjónustujöfnuður hefur þó nánast ávallt komið út í afgangi á þriðja ársfjórðungi undanfarna áratugi, að árunum 2005-2007 undanskildum þegar Íslendingar ferðuðust erlendis eins og enginn væri morgundagurinn. Er afgangur af þjónustujöfnuði á fyrstu þremur fjórðungum ársins kominn upp í 65,2 milljarða samanborið við 37,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta aukningu upp á 76% á milli ára, segir greiningin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK