Meirihluti jákvæður gagnvart kynjakvóta

Samkvæmt lögum er 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum.
Samkvæmt lögum er 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum. Rax / Ragnar Axelsson

55% stjórnarmanna í félögum og lífeyrissjóðum á Íslandi eru jákvæðir gagnvart löggjöf um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum. Um 81% kvenkyns stjórnarmanna eru jákvæð gagnvart löggjöfinni, en aðeins 37% karlkyns stjórnarmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar KPMG og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sem var í þriðja sinn lögð fyrir íslenska stjórnarmenn hjá stærri fyrirtækjum og lífeyrissjóðum síðasta haust.

Frá síðasta ári hefur jákvæðni aukist nokkuð, en árið 2012 voru 46% þátttakenda jákvæðir en 30% neikvæðir. Jákvæðni kvenkyns stjórnarmanna var þá 76%, en karlkyns 34%.

Eldri stjórnarmenn jákvæðari gagnvart löggjöfinni

Stjórnarmenn sem eru eldri en 50 ára eru líklegri til að vera jákvæðir gagnvart löggjöfinni, en 42% karlkyns stjórnarmanna og 82% kvenkyns stjórnarmanna á þeim aldri eru jákvæð, meðan 30% karlkyns stjórnarmanna og 81% kvenkyns stjórnarmanna 50 ára eða yngri hafa jákvæða afstöðu gagnvart löggjöfinni.

Þegar spurt var hvort fólk taldi að einhver stjórnarmaður hafi verið valinn í stjórn þess félags eða lífeyrissjóðs sem var í úrtaki könnunarinnar fyrst og fremst á grundvelli kyns fremur en hæfni kom fram að 60% stjórnarmanna telja svo ekki vera, 58% karla og 64 kvenna. Á sama tíma telja 27% stjórnarmanna svo vera (32% karla og 20% kvenna).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK