Motorola í kínverska eigu

Motorola Moto X
Motorola Moto X AFP

Google hefur selt kínverska tölvuframleiðandanum Lenovo bandaríska farsímafyrirtækið Motorola Mobility á 2,91 milljarð Bandaríkjadala, sem svarar til 335 milljarða króna. Salan kemur mjög á óvart enda innan við tvö ár síðan Google keypti Motorola á 12,5 milljarða dala, 1.441 milljarð króna.

Samkvæmt fréttum AFP og BBC stefnir Lenovo að byggja upp snjallsímadeild sína í gegnum Motorola og vonast fyrirtækið að með því verði hægt að vinna upp þann samdrátt sem hefur orðið í sölu á einkatölvum.

Hins vegar mun Google halda eftir ýmsum ábatasömum sérleyfum Motorola, svo sem Android stýrikerfinu.

Í tilkynningu frá Google kemur fram að miklar hræringar séu á snjallsímamarkaði og að snjallsímaframleiðsla Motorola eigi mun betur heima hjá Lenovo. Með viðskiptunum verðir Lenovo þriðji stærsti farsímaframleiðandi heims á eftir Samsung og Apple.

Markaðsrannsóknarfyrirtækið Strategy Analytics segir að Lenovo hafi gert góðan samning með kaupunum og þetta eigi eftir að vera fyrirtækinu til hagsbóta.

Motorola
Motorola EPA
AFP
EPA
AFP
Motorola Moto G
Motorola Moto G AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK