Tap Landsvirkjunar 4,4 milljarðar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ómar Óskarsson

Landsvirkjun tapaði 38,5 milljónum dala á síðasta ári, en það nemur um 4,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var birtur í dag. Tapið má rekja til lækkandi álverðs, en hluti af raforkusölusamningum félagsins er bundinn við heimsmarkaðsverð á áli. Raforkusala Landsvirkjunar jókst aftur á móti um 416 gígavattsstundir á árinu og hefur aldrei verið meiri.

Rekstrartekjur námu 422,9 milljónum dala, sem er um 48,6 milljarðar og hækkuðu um 3,7% frá árinu áður. EBITDA nam 329,1 milljón dölum og hækkaði um 2,4% milli ára. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 121,8 miljónum dala, um 14 milljörðum króna.

Fjárfestingar á síðasta ári námu um 150 milljónum dala, þ.e. 17,2 milljörðum króna. Handbært fé frá rekstri eftir fjárfestingar var 109 milljónir dala eða 12,5 milljarðar króna og er það nýtt til lækkunar skulda og greiðslu arðs.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að reksturinn hafi gengið vel og að mestu áfallalaust. Þannig hafi raforkuvinnsla og sala ársins aldrei verið meiri. „Þrátt fyrir þennan árangur í orkusölunni í erfiðu markaðsumhverfi var Landsvirkjun rekin með tapi á síðasta ári. Ástæðu þess má rekja til lækkunar á álverði á heimsmarkaði, sem kemur meðal annars fram í mikilli lækkun á bókfærðu verði innbyggðra afleiða, sem fyrirtækið getur haft takmörkuð áhrif á,“ segir Hörður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK