Stefnt á uppbyggingu að Hlíðarenda í ár

Ef áætlanir ná fram að ganga mun Hlíðarendasvæðið taka miklum …
Ef áætlanir ná fram að ganga mun Hlíðarendasvæðið taka miklum breytingum á komandi árum. Ásdís Ásgeirsdóttir

Uppbygging á Hlíðarendasvæði Valsmanna gæti hafist á þessu ári, en gert er ráð fyrir að 600 íbúðir auk fjölda stúdentaíbúða og atvinnuhúsnæðis muni rísa þar á næstu árum. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 30 milljarðar, en Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir að nú þegar sé kominn samningur við Landsbréf um hluta fjármögnunarinnar. 

Eitt stærsta byggingarverkefni landsins

Á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag verður farið yfir byggingaráform, en Brynjar segir að um eitt stærsta einstaka byggingarverkefni landsins sé að ræða. Hann segir að hönnunarvinna og jarðvegsrannsóknir séu langt á veg komnar og verið sé að skoða hvernig best verði staðið að heildarútfærslu verkefnisins. 

„Þetta er ekki eins og að byggja eitt hús heldur er þetta miklu stærra,“ segir Brynjar, en í þessu nýja hverfi verður meðal annars ný tegund gatnagerðar og ný hugsun í sorphirðu, að hans sögn. „Það er allt öðruvísi en hingað til hefur verið gert,“ segir Brynjar.

Helsta vandamálið við uppbyggingu á þessum stað er þriðja flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli. Brynjar segir að á fundinum verði meðal annars fjallað um stöðu hans og framtíðaráform og að verið sé að ryðja síðasta ljóninu úr veginum fyrir þessari uppbyggingu.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku, en borgarfulltrúum, frambjóðendum, fjárfestum og öðrum sem málið varðar er boðið á hann.

Stefnt er að því að uppbygging við Hlíðarenda hefjist á …
Stefnt er að því að uppbygging við Hlíðarenda hefjist á þessu ári, en um er að ræða 30 milljarða fjárfestingu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK