Krímverjar taka upp rúblu

Héraðsþingið á Krímskaga ákvað að taka upp rússneska rúblu sem mynt svæðisins. Því hefur þegar verið hrint í framkvæmd.

Krímverjar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi að sameinast Rússlandi. Atkvæðagreiðslan og góðar viðtökur Rússa við henni hafa verið fordæmdar víða um heim. Bandaríkjamenn beita Rússa refsiaðgerðum. Aðgerðirnar beinast gegn einstökum stjórnmálamönnum en einnig einum banka.

Yfirvöld í Rússlandi samþykktu í dag, með undirskrift forsetans, að innlima Krímskaga í Rússland.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK