Kvartar undan styrk evrunnar

Michel Sapin glímir við mikinn vanda í fjármálaráðuneytinu í París.
Michel Sapin glímir við mikinn vanda í fjármálaráðuneytinu í París. mbl.is/afp

Franski fjármálaráðherrann, Michel Sapin, ítrekaði í dag þá stefnu stjórnar François Hollande forseta, að gengi evrunnar væri of hátt og bitnaði það á hagvexti.

„Það verður að taka upp peningastefnu sem ýtir undir frekari hagvöxt í Evrópu,“ sagði Sapin í fyrirspurnartíma í franska þinginu í dag. „Ég vil gera orð bankastjóra Evrópubankans [Mario Draghi] að mínum og segi að of sterk evra bitnar á hagvexti í Evrópu og er slæm fyrir hagvöxt í Frakklandi,“ sagði Sapin.

Spurningu um hvort Frakkar hefðu farið fram á frekari frest frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) í Brussel til að koma böndum á fjármál sín svaraði hann neitandi. Að óbreyttu þykir stefna í að Frakkar uppfylli ekki skilyrði Brussel um lækkun skulda hins opinbera.

Sapin sagði í síðustu viku að Frakkar myndu ræða við yfirvöld í Brussel um nýjar tímasetningar til að koma fjárlagahallanum undir 3% af vergri landsframleiðslu en nú hafa þeir frest til næsta árs til að ná því marki. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK