Selur jakkaföt með lítilli yfirbyggingu

Jökull notar staðlaða mátunarjakka til að finna rétta sniðið og …
Jökull notar staðlaða mátunarjakka til að finna rétta sniðið og lætur sauma í Sjanghæ. Hann segir að til þessa hafi allir viðskiptavinir verið ánægðir með útkomuna. mbl.is/Þórður Arnar

Frumkvöðlagenið er sterkt í Jökli Vilhjálmssyni. Þessi 23 ára lyfjafræðinemi stofnaði litla netverslun síðasta sumar og seldi þar með góðum árangri bindi og slaufur. Viðtökur markaðarins fengu Jökul til að langa að gera eitthvað stærra og fljótlega fæddist jakkafataverslunin Suitup.

Þar kemur Jökull inn á íslenska herrafatamarkaðinn með nýtt viðskiptamódel: „Ég kom auga á það að úrvalið á jakkafötum er ekki mikið á markaðinum hérlendis og salan að miklu leyti bundin við merkjavörur sem seldar eru í verslunarmiðstöðvum og verslunargötum. Sú hugmynd kviknaði að versla beint við vandaðan framleiðanda og leyfa kúnnanum um leið að hanna sín eigin jakkaföt.

Allt er þetta gert með lítilli yfirbyggingu og er viðskiptavinurinn ekki að borga fyrir dýra fermetraleigu verslunarmiðstöðvar, auglýsingar í glanstímaritum eða nokkra starfsmenn á launum frá 10 til 18,“ útskýrir Jökull. „Útkoman er vönduð og sérsniðin jakkaföt á hagstæðu verði.“

Viðskiptavinir Suitup geta á heimasíðu verslunarinnar skoðað þau efni sem eru í boði og myndir af jakkafötum sem Suitup hefur látið gera. Því næst er gerð pöntun í gegnum vefinn og bókaður tími í mátun þar sem lögð eru drög að útliti jakkafatanna. Er Jökull með lítinn mátunarsal á Suðurlandsbraut.

„Hér hef ég sjö mátunarjakka í stöðluðum stærðum og notum við þá sem skema til að finna sniðið, stærðina og lögunina sem hver og einn er að leita að. Þessi aðferð þykir mér betri en að taka málin beint af líkamanum því viðskiptavinirnir hafa ólíkar hugmyndir um hvort þeir vilja t.d. hafa jakkafötin ögn þröng eða örlítið víð, eða axlirnar í stærri eða minni kantinum.“

Viðskiptavinirnir fá líka að skoða möppu með sýnishornum af jakkafataefnunum, þreifa á og skoða með eigin augum. Eru öll efnin úr ástralskri merínóull. „Stærðirnar sendum við svo til Sjanghæ þar sem flinkir klæðskerar sauma fötin. Ég prófaði mig áfram með ýmsa klæðskera í Suðaustur-Asíu og komst að því að í Shanghæ er hægt að fá mestu gæðin fyrir sanngjarnt verð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK