Hagnaður Philips dróst saman

Frá verksmiðju Philips í Belgíu.
Frá verksmiðju Philips í Belgíu. AFP

Hagnaður hollenska töluvrisans Philips dróst saman um fimmtán prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Afkoman olli mörgum fjárfestum vonbrigðum en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins töluvert í fyrstu viðskiptum dagsins.

Hagnaður félagsins nam 137 milljónum evra, jafnvirði um 21,3 milljarða íslenskra króna, á ársfjórðunginum. Það er hins vegar meiri hagnaður en þeir greinendur sem Dow Jones ræddi við höfðu gert ráð fyrir. Þeir spáðu 114 milljóna evra hagnaði, að því er segir í frétt AFP.

Sala félagsins stóð nánast í stað á milli ársfjórðunga og nam rétt rúmlega fimm milljónum evra. Forsvarsmenn félagsins segja að afkoman litist að miklu leyti af miklum kostnaði vegna endurskipulagningar, óhagstæðra vaxtakjara og verri stöðu á kínverskum og rússneskum mörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK