Hlutabréf lækka og hækka í Asíu

AFP

Hlutabréfavísitölur í Asíu ýmist hækkuðu eða lækkuðu í dag, fyrsta viðskiptadegi eftir páskahátíðina. Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði mest, eða um 0,85 prósentustig, og stendur nú í um 14.389 stigum. Hlutabréfavísitalan í Sydney hækkaði hins vegar um 0,46 prósentustig og í Seoul fór vísitalan upp um 0,25 prósentustig.

Hlutabréf lækkuðu örlítið í verði í bæði Hong Kong og Sjanghæ.

Bandarískar hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær en fjárfestar voru afar ánægðir með afkomu nokkura stórfyrirtækja, ssvo sem Netflix, Halliburton og Hasbro. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,25 prósentustig, S&P 500 um 0,38 prósentustig og Nasdaq-vísitalan um 0,64 prósentustig, að því er segir í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK