Kínverskt flugfélag kaupir 50 vélar

AFP

Kínverska flugfélagið Shandong Airlines hefur ákveðið að kaupa fimmtíu flugvélar af gerðinni Boeing að verðmæti 4,6 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 516 milljarða íslenskra króna.

Ferðamannastraumur um Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin misseri og segja forsvarsmenn flugfélagsins að með kaupunum séu þeir einfaldlega að reyna að anna eftirspurn.

Um eru að ræða sextán vélar af gerðinni Boeing 737-800 og 34 vélar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Shandong Airlines hefur lengi vel fallið í skugann á risunum þremur á kínverskum flugmarkaði, Air China, China Eastern Airlines og China Southern Airlines. Kaupin eru hins vegar liður í frekari sókn félagsins, eftir því sem fram kemur í frétt AFP um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK