Whole Foods velur Icelandic Glacial

Icelandic Glacial vatnið verður nú selt í Whole Foods Market …
Icelandic Glacial vatnið verður nú selt í Whole Foods Market í Bandaríkjunum.

Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og Whole Foods Market-verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hafa gert með sér samning um sölu á Icelandic Glacial-vatninu. Samningurinn við verslunarkeðjuna markar tímamót fyrir Icelandic Water Holdings á Bandaríkjamarkaði en sala á 0,5 lítra og 1 lítra flöskum af Icelandic Glacial vatni hefur þegar hafist í verslunum í Kaliforníu, Oregon, Washington, Arizona, Nevada og Hawaii.

Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Glacial, segir verslunakeðjuna framarlega í lífrænum vörum. „Við erum gífurlega ánægð með samninginn við Whole Foods Market-verslunarkeðjuna sem er þekkt fyrir úrval lífrænt ræktaðra matvæla og áherslu á sjálfbærni. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umverfisáhrifa vegna starfsemi okkar og erum stolt af samstarfinu,“ segir Jón.

Icelandic Water Holdings var stofnað árið 2004 og eru Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson stærstu hluthafar fyrirtækisins ásamt bandaríska drykkjavöruframleiðandanum Anheuser Busch. Fyrirtækið er staðsett í Ölfusi þar sem vatninu er tappað á flöskur í landi Hlíðarenda og þaðan flutt víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK