Bréf Seibu Holdings hækka um 11%

Takashi Goto, stjórnarformaður Seibu Holdings.
Takashi Goto, stjórnarformaður Seibu Holdings. AFP

Hlutabréf japanska hótel- og járnbrautarfélagsins Seibu Holdings hækkuðu um ellefu prósent í verði á fyrsta viðskiptadegi bréfanna á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó, höfuðborg Japans, í dag.

Útboðsverðið var 1.600 jen en í lok dagsins var það komið upp í 1.770. Markaðsverðmæti félagsins er því 605 milljarðar jen, jafnvirði um 662 milljarða íslenskra króna.

Hlutabréfavísitalan í Tókyó hækkaði um 1,09 prósentustig. Aðrar hlutabréfavísitölur voru á uppleið, til að mynda Nikkei 225, sem hækkaði um 0,97 prósentustig, að því er segir í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK