Halda vöxtum óbreyttum þrátt fyrir þrýsting

Recep Tayyip Erdogan, hinn umdeildi forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, hinn umdeildi forsætisráðherra Tyrklands. AFP

Tyrkneski seðlabankinn hefur ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 12%, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins.

Erdogan hefur lengi sakað bankann um að halda vöxtunum alltof háum gagngert til að gera ríkisstjórn hans erfiðara um vik og draga úr vinsældum hennar.

Stjórnendur bankans segja það hins vegar af og frá. Þeir kalla eftir því að Erodgan virði sjálfstæði bankans. Með þeim hætti gæti tiltrú fjárfesta á tyrkneska efnahagslífinu aðeins aukist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK