Fyrrverandi bankamenn ákærðir

AFP

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn breska bankans Barclays fyrir að hagræða svokölluðum Libor vöxtum með óeðlilegum hætti á árunum fyrir fjármálahrunið haustið 2008.

Þeir eru með öðrum orðum sakaðir um að hafa tekið þátt í því að skekkja alþjóðlegu viðmiðunarvaxtaprósentuna sem notuð er á millibankamarkaði í Lundúnum, að því er segir í frétt AFP.

Rannsóknin á brotunum hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár. Alls hefur efnahagsbrotadeildin nú gefið út tólf ákærur, þar af á hendur sex fyrrverandi starfsmanna Barclays í Lundúnum.

Brotin munu hafa verið framin á árunum 2005 til 2008. Yfirvöld telja að bankinn hafi gefið villandi upplýsingar og átt í samráði við aðra banka til að skekkja vextina.

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bandaríkjunum, FDIC, hefur alls höfðað mál á hendur sextán bönkum sem eru sakaðir um Libor-vaxtasvindl. FDIC segir að starfsemi bankanna hafi leitt til gríðarlegs taps hjá 38 bandarískum bönkum sem var lokað í kjölfar og eftir hrunið árið 2008. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK