Skuldir Lýsingar færðar niður við möguleg áföll

Lýsing hagnaðist um 715 milljónir 2013 og stjórnendur segja félagið …
Lýsing hagnaðist um 715 milljónir 2013 og stjórnendur segja félagið nú betur í stakk búið til sóknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í lánasamningum sem Lýsing gerði við vogunarsjóðinn Burlington Loan Management sl. haust um endurfjármögnun á skuldum fyrirtækisins er ákvæði um niðurfærslu skulda við tiltekin skilyrði sem eiga að tryggja að eiginfjárhlutfall Lýsingar verði yfir lögbundnum lágmarkskröfum þrátt fyrir möguleg áföll.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir, að niðurfærslan felist í því, að hluti af kröfu Burlington, allt að 7 milljarðar króna, verður ekki innheimtur nema að því marki að eiginfjárhlutfall Lýsingar verði ávallt umfram 8% lágmarkskröfur að viðbættum 3%.

Þetta kemur fram í skýringu í ársreikningi Lýsingar fyrir árið 2013. Er það mat stjórnenda fjármögnunarfyrirtækisins að þessi samningur tryggi rekstrarhæfi Lýsingar verði tjón vegna svonefndra fullnaðarkvittana í tengslum við dóma Hæstaréttar um endurútreikning ólögmætra gengisbundinna lána umfram þær varúðarfærslur sem félagið hefur þegar gert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK