Innan við 1% verðbólga

Verðbólga er 0,9% í Þýskalandi
Verðbólga er 0,9% í Þýskalandi AFP

Verðbólgan í Þýskalandi hefur ekki verið jafnlítil í fjögur ár en í maí mældist hún 0,9%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu eru 2%. Helsta skýringin á lítilli verðbólgu er lækkun á orkuverði.

Í apríl mældist verðbólgan 1,3% í Þýskalandi en hún hefur ekki verið 0,9% síðan í febrúar 2010. 

Verðbólga er afar lítil í öllum átján evruríkjunum og óttast er að verðhjöðnun sé skammt undan. Á Íslandi mældist verðbólga 2,4% í maí sem er undir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands en þau eru 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK