Kaupa Indverjar Saab?

Fyrsti endurfæddi Saabinn rennur af framleiðslulínunni í Trollhättan.
Fyrsti endurfæddi Saabinn rennur af framleiðslulínunni í Trollhättan.

Eigendur bílaframleiðandans Saab eru í fjárhagslegum erfiðleikum og leita nú að kaupendum. Kínverska fyrirtækið Nevs keypti þrotabú Saab árið 2012 og lofaði að leggja til fé til þess að framleiðsla gæti hafist á ný. Í fyrra hófst framleiðsla á einni tegund í verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð, og var ætlunin að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl nú í ár. Þær áætlanir hafa hins vegar ekki staðist, og segja forsvarsmenn Nevs að aðrir fjárfestar hafi ekki staðið við gefin loforð. 

Indverska fyrirtækið Mahindra & Mahindra, sem er með 100 þúsund starfsmenn í alls 100 löndum er talið vera áhugasamt um að kaupa fyrirtækið. Þeir sýndu þrotabúi Saab mikinn áhuga árið 2012 þegar Nevs keypti fyrirtækið, og hafa þeir staðið á hliðarlínunni síðan og fylgst áhugasamir með fyrirtækinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK