Húsnæðiskostnaður ekki hár hér á landi

Húsnæðiskostnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hér á landi er í …
Húsnæðiskostnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hér á landi er í kringum meðaltal þegar horft er til allra Evrópulanda. mbl.is/Sigurður Bogi

Sé litið á alla Evrópu sést að húsnæðiskostnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hér er í kringum meðaltalið. Þá er hlutfallið það næstlægsta af Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 

Meðalhlutfall Norðurlandanna var tæp 18% meðan það var 16,5% á Íslandi. Danmörk er langhæst Norðurlandanna og sker sig töluvert frá hinum fjórum löndunum. Danir nota um fjórðung ráðstöfunartekna til húsnæðis.

Þegar litið er á verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað er Ísland einnig í miðjum hópi Evrópuþjóða. Á árinu 2013 bjó 9% íslenskra heimila við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað. Íslendingar voru í miðjunni meðal Norðurlandaþjóða hvað þessa stærð varðar, en meðaltal Norðurlandanna var um 10%. Staðan er sýnu verst í Danmörku þar sem 18% heimila býr við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað.

Segir í Hagsjánni að staða Dana veki sérstaka athygli þar sem þeirra íbúðalánakerfi er mikið í umræðunni hér. Danir eru ekki einungis meðal þeirra þjóða sem skulda mest vegna húsnæðis heldur er byrði þeirra vegna húsnæðiskostnaðar meiri en flestra annarra.

Almennt hefur byrði húsnæðiskostnaðar allra heimila verið nokkuð stöðug og jafnvel farið lækkandi á síðustu 10 árum. Það gildir líka um byrði eigenda. Húsnæðisbyrði leigjenda hefur hins vegar aukist töluvert á þessum tíma, eða um u.þ.b. 5% af ráðstöfunartekjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK