Já 118 verður Já 1818

Karitas Sól Jónsdóttir og Harpa Brynjarsdóttir, eru átján ára og …
Karitas Sól Jónsdóttir og Harpa Brynjarsdóttir, eru átján ára og starfa hjá Já 1818. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Já hf. hefur nú tekið símanúmerið 1818 í notkun samhliða númerinu 118.

Af því tilefni stilltu þær Karitas Sól Jónsdóttir og Harpa Brynjarsdóttir sér upp með númerið 1818, en þær eru báðar 18 ára og starfa í sumar í þjónustuveri Já við að svara í 118 og núna líka 1818, segir í fréttatilkynningu.

Að ári liðnu, sumarið 2015, mun gamla númerið 118 leggjast af. Engin breyting verður á þjónustu Já en áfram verður hægt að fá upplýsingar um símanúmer, opnunartíma fyrirtækja, leiðarvísun, o.fl. í númerinu 1818.

Þar til númerið breytist endanlega þá virka bæði 118 og 1818.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK