10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ómar Óskarsson

Kostnaður fjármálaráðuneytisins vegna samnings við Félagsmálastofnun Háskóla Íslands um rannsókn á erlendum áhrifaþáttum í kringum bankahrunið nemur 10 milljónum auk virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is  

Upphæðin greiðist þannig að við undirskrift samnings greiðast 2.500.000, 1. nóvember 2014 greiðast 2.500.000, 1. mars 2015 greiðast 2.500.000 og í verklok, áætluð 1. september 2015, greiðast 2.500.000.

Dr. Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or, hef­ur um­sjón með verk­inu, en það mun meðal annars fela í sér rannsókn á for­send­um banda­ríska seðlabank­ans fyr­ir gjald­eyr­isskipta­samn­ing­um og neit­un á slík­um samn­ing­um, rann­sókn á for­send­um bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir því að nota lög gegn hryðju­verk­um til að loka ís­lensk­um banka og rannsókn á forsendum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir því að nota hryðjuverkalög á íslenska banka.

Í svari ráðuneytisins kemur fram að skrifuð verði skýrsla um málið á ensku og að hún verði gefin út.

Frétt mbl.is: Hannes metur áhrifaþætti hrunsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK