Ólíklegt að krónan styrkist

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Ólíklegt er að krónan muni styrkjast á næstunni og það lítur út fyrir að Seðlabankinn sé sáttur með það raungengi sem nú er á krónunni. Miðað við tilkynningar frá bankanum er líklegt að hann muni kaupa þann afgangsgjaldeyri sem kemur inn á gjaldeyrismörkuðum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Raungengi íslensku krónunnar hefur hækkað nokkuð síðan það var sem lægst um mitt ár 2009, hvort sem litið er á raungengi miðað við verðlag eða launakostnað. Alls var raungengið 23% hærra á öðrum ársfjórðungi 2014 en sama tímabil 2009 ef miðað er við verðlag og 39% hærra ef miðað er við launakostnað.

Hagfræðideild Landsbankans bendir á að í síðustu fundargerð peningastefnunefndar komi fram að nefndin telur að raungengið sé nú ekki fjarri því sem telja mætti ásættanlegt næstu misserin. Þá segir að erfitt sé að skilja þessa staðhæfingu, auk ákvörðunarinnar um að hefja aftur regluleg kaup á gjaldeyri og inngrip bankans í lok mánaðarins, öðruvísi en að mjög ólíklegt sé að Seðlabankinn ætli sér að leyfa gengi krónunnar að styrkjast næstu mánuði, heldur muni bankinn kaupa þann afgangsgjaldeyri sem kemur inn á gjaldeyrismarkað. 

Það sé þó ekki ljóst hvernig bankinn muni bregðast við þegar og ef gjaldeyrisinnstreymið breytist í útstreymi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK