Nýtt farþegamet hjá Primera Air

Boeing 737-800 farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Boeing 737-800 farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is

Flugfélagið Primera Air sett nýtt farþega- og ferðamet í júnímánuði, en félagið flutti 134 þúsund farþega og flaug alls 912 ferðir í mánuðinum.

Um er að ræða 11% aukningu frá því í fyrra og er þetta stærsti mánuður félagsins frá upphafi. Í tilkynningu frá félaginu segir að ljóst sé að júlímánuður verði enn stærri.

Flugfélagið rekur í dag átta Boeing 737-vélar, sem fljúga frá Skandinavíu og Íslandi til 68 áfangastaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK