Ráða framkvæmdastjórn um afnám hafta

Fjórir sérfræðingar hafa verið ráðnir í sérstaka framkvæmdastjórn um losun …
Fjórir sérfræðingar hafa verið ráðnir í sérstaka framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. mbl.is/Hjörtur

Stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að ráða fjóra sérfræðinga í sérstaka framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður framkvæmdastjórnin skipuð þeim Benedikt Gíslasyni, ráðgjafa og aðstoðarmanni efnahags- og fjármálaráðherra, Freyr Hermannssyni, forstöðumanni fjárstýringar Seðlabanka Íslands, Eiríki Svavarssyni, hæstaréttarlögmanni, og Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafa hjá LJ Capital en hann starfaði áður meðal annars hjá bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers í meira en tuttugu ár.

Líklegt þykir að fleiri sérfræðingar verði fengnir til að starfa í framkvæmdastjórninni síðar á árinu.

Hafa stjórnvöld ennfremur gert samkomulag við ráðgjafafyrirtækið White Oak, bandaríska lögmanninn Lee Buchheit, sem stýrði samninganefnd Íslands í viðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave-deilunni, Anne Krueger, hagfræðiprófessor og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fjárfestingabankann JP Morgan.

Áætlað er að stjórnvöld tilkynni opinberlega um ráðningu framkvæmdastjórnarinnar og erlendu ráðgjafanna í vikunni.

Framkvæmdastjórnin mun starfa undir stýrinefnd sem hefur yfirumsjón með áætlun um losun hafta og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leiðir. Aðrir fulltrúar í stýrinefndinni eru seðlabankastjóri, ráðneytisstjórar forsætis- og fjármálaráðuneytis og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.

Eiríkur, sem var einn af forsvarsmönnum InDefence-hópsins sem barðist gegn samþykkt Icesave-samninganna, var jafnframt í sex manna ráðgjafahópi sem ríkisstjórnin skipaði í lok nóvember 2013 til að leggja mat á stöðu stöðu þjóðarbúsins og koma með tillögur að leiðum við afnám hafta. Benedikt starfaði einnig náið með hópnum.

Starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar munu vinna í fullu starfi að áætlun um afnám hafta og í þeim efnum verða meðal annars tillögur ráðgjafahópsins, sem voru kynntar stjórnvöldum í apríl sl., hafðar að leiðarljósi. 

Nánar verður fjallað um málið í ViðskiptaMogganum á morgun

Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafi hjá LJ Capital.
Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafi hjá LJ Capital.
Eiríkur Svavarsson, hæstaréttarlögmaður.
Eiríkur Svavarsson, hæstaréttarlögmaður.
Freyr Hermannsson, forstöðumapur fjárstýringar Seðlabanka Íslands.
Freyr Hermannsson, forstöðumapur fjárstýringar Seðlabanka Íslands.
Benedikt Gíslason, ráðgjafi og aðstoðarmaður efnahags- og fjármálaráðherra.
Benedikt Gíslason, ráðgjafi og aðstoðarmaður efnahags- og fjármálaráðherra.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK