Bjart framundan hjá Boeing

Air New Zealand Boeing 787-9 Dreamliner,
Air New Zealand Boeing 787-9 Dreamliner, AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent frá sér uppfærða spá um stöðu fyrirtækisins næstu tvo áratugina. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fyrirtækið afhendi 36.770 nýjar flugvélar að andvirði 5,2 billjóna Bandaríkjadala (milljón milljónir) á næstu tuttugu árum.

Boeing gerir ráð fyrir að eftirspurnin verði mest frá lággjaldaflugfélögum og að um þriðjungur pantana muni koma frá Kyrrahafsríkjum Asíu.

Á sama tíma og Boeing birtir bjartsýna spá virðist sem skuggi sé að færast yfir einhver flugfélög. meðal annars hafa Air France-KLM og Lufthansa sent frá sér afkomuviðvaranir vegna minnkandi eftirspurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK