Skylda útgerðir til að veita upplýsingar

Grænlendingar vinna nú að uppbyggingu veiðigjaldakerfis. Reglugerðinni er ætlað að …
Grænlendingar vinna nú að uppbyggingu veiðigjaldakerfis. Reglugerðinni er ætlað að veita nánari innsýn í efnahag hvers skips. mbl.is/Rax

Grænlenska ríkisstjórnin hefur samþykkt reglugerð, sem skyldar útgerðir til að gefa stjórnvöldum upplýsingar um rekstur sinn og afkomu af öllum veiðum. Reglugerðin er liður í því að afla gagna til að grundvalla aðferðir til að byggja á veiðigjald í framtíðinni. Í frétt á vefnum Kvótinn er sagt frá málinu, en þar kemur fram að fulltrúar útgerðarinnar og samtaka atvinnulífsins á Grænlandi hafi mótmælt reglugerðinni.

Haft er eftir Hilmari Ögmundssyni, ráðgjafa grænlenska fjármálaráðuneytisins, að vandamálið við þróun veiðigjaldsins hafi verið að göng vantaði fyrir efnahag einstakra skipa, en ekki bara sjávarútvegsfyrirtækjanna í heild. Segir hann að um ákveðinn áfangasigur hafi verið að ræða að koma málinu í gegn, enda mikil mótstaða hjá hagsmunaaðilum.

Frétt á kvótinn.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK