Hlutabréf Marels snarhækkuðu

Höfuðstöðvar Marels á Íslandi.
Höfuðstöðvar Marels á Íslandi. mbl.is/Ómar

Hlutabréf Marels snarhækkuðu um 4,41% í verði í dag í 132 milljóna króna viðskiptum. Eins og kunnugt er birti félagið afkomu sína fyrir annan fjórðung ársins eftir lokun markaða í gær.

Af­koma félagsins á fjórðunginum versnaði á milli ára. Hagnaður félagsins nam 0,8 milljónum evra samanborið við 5,2 milljóna evra hagnað á sama tímabili í fyrra. Haft var eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marels, í afkomutilkynningunni að rekstrarniðurstaðan væri ekki viðunandi. Hann sagði þó að verkefnastaða félagsins hefði batnað og að hagræðing í rekstrinum væri samkvæmt áætlun.

IFS greining sagði uppgjörið seint geta talist gott.

Athygli vekur að hlutabréf Össurar hækkuðu um rúm sex prósent í verði í dag. Lítil velta, eða rúmar þrjátíu milljónir, var hins vegar á bak við viðskiptin. Félagið birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung klukkan tvö í dag, en hagnaður þess jókst um 106% milli ára.

Frétt mbl.is: Rekstrarniðurstaða Marels óviðunandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK