Android með 85% markaðshlutdeild

Android stýrikerfið er að stinga önnur kerfi af og er …
Android stýrikerfið er að stinga önnur kerfi af og er nú komið með 85% markaðshlutdeild. AFP

Android stýrikerfið er nú með 85% markaðshlutdeild þegar kemur að snjallsímum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Strategy Analytics gerðu. Sala á snjallsímum hefur aukist um 27% milli ára og var 295 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Sala á iPhone var um 35 milljónir og var hlutfall þeirra í heildarsölu um 11,8% og lækkaði úr 13,4% fyrir ári síðan. 

Forstjóri Strategy Analytics segir að Android sé á leiðinni að gera stýrikerfið að einvaldi á þessum markaði. Þannig er Microsoft aðeins með um 2,7% af markaðinum með um átta milljón sölur á síðasta ársfjórðungi. Þannig sé engin raunhæf samkeppni á næsta leyti, nema þá mögulega frá Apple.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK