Hulunni svipt af nýju horni Hverfisgötu og Frakkastígs

Svona mun hornið á Hverfisgötu og Frakkastíg líta út.
Svona mun hornið á Hverfisgötu og Frakkastíg líta út. Teikning/+Arkitektar

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á horni Frakkastígs og Hverfisgötu en félagið Hverfill ehf. hyggst byggja þar 22 íbúðir. Hefur félagið þegar endurbyggt Hverfisgötu 59 með 9 íbúðum.

Mikil eftirspurn er eftir nýjum íbúðum á svæðinu og þá sérstaklega í þessum stærðarflokki

Félagið Hverfill ehf. stendur fyrir framkvæmdunum en það hefur nú hafið lokafrágang við Hverfisgötu 57, eftir hlé í sumar. Húsið er fjórar hæðir að meðtöldu risi og eru þrjár efstu hæðirnar byggðar ofan á jarðhæð húss sem þar stóð fyrir. Það hús var teiknað 1928 og verður endurbyggt með útlit sem upprunalega var teiknað, en kreppan mikla, 1929, kann að hafa valdið því að aðeins var byggð ein hæð og ris.

Hafa beðið eftir leyfi í 2 ár

Jón Ómar Finnsson, verktaki og einn eigenda Hverfils ehf., segir sjö íbúðir verða í húsinu. Þær verða 62 og 74 fermetrar og er stefnt að því að þær fari í sölu á næstu mánuðum. Bílastæði fylgja ekki með íbúðunum.

Hverfisgata 59 var nýlega tekin í gegn og var endurbyggð. Við hliðina, á horni Hverfisgötu og Frakkastígs, standa auð hús sem verða rifin. Að sögn Jóns Ómars hyggst félagið Hverfill byggja þar 15 íbúðir með bílakjallara. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast enda liggur ekki fyrir hvenær leyfi til niðurrifs verður veitt. Hafa verktakarnir beðið eftir slíku leyfi í rúm tvö ár.

Húsið sem reist verður á horninu verður merkt Hverfisgötu 61. Það verður lægra en Hverfisgata 59 og stallast svo niður Frakkastíg. Þegar byggingu hússins lýkur verða ekki frekari framkvæmdir á þessu horni. Fyrir hrun stóð til að reisa stórt glerhýsi á þessu horni. Núverandi verktakar létu arkitekt gera nýjar teikningar að byggingu í stíl við umhverfið. Jón Ómar segir nágranna ánægða með þær breytingar. Hann segir félagið ekki útiloka að breyta fleiri húsum eða byggja ný í miðborginni.

Hverfisgata 57. Íbúðir í þessu húsi fara í sölu á …
Hverfisgata 57. Íbúðir í þessu húsi fara í sölu á næstu mánuðum. Það er byggt ofan á eldra hús. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Hús á horni Hverfisgötu og Frakkastígs verða rifin.
Hús á horni Hverfisgötu og Frakkastígs verða rifin. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK