Tekjur ríkissjóðs aukast um 17,7%

Tekjur ríkissjóðs jukust um 17,7% frá fyrra ári.
Tekjur ríkissjóðs jukust um 17,7% frá fyrra ári. Þorkell Þorkelsson

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 306,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins sem er  17,7% aukning frá sama tímabili í fyrra. Niðurstaða tímabilsins er tæplega 32 milljörðum yfir  tekjuáætlun fjárlaga, en ef óreglulegir liðir og tekjur af arði eru undanskildar eru tekjurnar  3,6 milljörðum, eða 1,3% undir áætlun. Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins sem kynnt var í dag.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 15,9 milljarða en var neikvætt um 13,8 milljarða á sama tímabili árið 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 46,1 milljarð milli ára en greidd gjöld jukust um 16,2 milljarða.

Af innheimtum tekjum á fyrri helmingi ársins námu skatttekjur og tryggingagjöld samtals  260,3 milljörðum, sem er 10,6% meira en fyrir ári síðan og 13,7 milljörðum yfir tekjuáætlun.Tekjuskattur einstaklinga nam 63 milljörðum sem er 8,7% aukning á milli ára og er innheimta hans 3,5 milljörðum yfir áætlun. Tekjuskattur lögaðila jókst um 43% á milli ára og nam hann 19,9 milljörðum, sem er 5,8 milljörðum yfir áætlun. Hið mikla jákvæða frávik tekjuskattanna skýrist m.a. af svokallaðri eftirstöðvainnheimtu tekjuskatts lögaðila frá síðustu árum og af meiri tekjum en reiknað var með af tekjuskatti einstaklinga vegna úttekta séreignarsparnaðar á árinu.

Greidd gjöld námu 293,1 milljarði. og jukust eins og áður segir um 16,2 milljarði frá fyrra ári, eða um 5,8% sem er heldur meira en gert hafði verið ráð fyrir. Útgjöld til einstakra málaflokka breyttust mismikið milli ára, en frekari greiningu á frávikum hvers málaflokks er að finna á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK