Stýrivextir óbreyttir á evrusvæðinu

AFP

Peningastefnunefnd Evrópska seðlabankans ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextirnir haldast því enn í 0,15% annan mánuðinn í röð, en þeir hafa aldrei verið lægri.

Ákvörðunin kom greinendum ekki í opna skjöldu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist af því að þjóðartekjur Ítalíu hafi dregist saman annan ársfjórðunginn í röð og að framleiðsla í Þýskalandi hafi minnkað umtalsvert í júnímánuði.

Verðbólgan á evrusvæðinu er í lágmarki, mælist 0,4%, en verðbólgumarkmið Evrópska seðlabankans er 2%. Nokkrir greinendur sem Financial Times ræddi við búast við því að Evrópski seðlabankinn muni brátt grípa til róttækra aðgerða, svo sem beinna skuldabréfakaupa á markaði, til að stemma stigu við þróuninni og koma í veg fyrir að tímabil verðhjöðnunar taki við.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að lág verðbólga á evrusvæðinu ógni efnahagsbatanum í Evrópu. Stefnusmiðir þurfi að leita allra leiða til að auka verðbólguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK