Allt frítt á Dirty Burger & Ribs

Hér má sjá staðinn Dirty Burger & Ribs en hann …
Hér má sjá staðinn Dirty Burger & Ribs en hann stendur við Miklubraut. Þórður Arnar Þórðarson

Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari. Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenningu. 

Agnar segir að unnið hafi verið lengi að gerð staðarins og að verkefnið sé búið að vera mjög skemmtilegt. Staðurinn verður opinn á morgun frá klukkan 4 til 8 en þá verður allt frítt á meðan birgðir endast. „Það eru allir velkomnir, við tökum öllum fagnandi,“ segir Agnar. Staðurinn mun síðan verða opinn að fullu á sunnudag.

Þó staðurinn sé lítill er afkastagetan mikil. „Við vorum með prufur í fyrradag þar sem við gerðum rúmlega 190 hamborgara á klukkutíma. Það er því gríðarlegt rennsli hérna,“ segir Agnar.

Aðspurður um hvort leyniuppskrift þurfi til að gera góðan mat segir Agnar að mikilvægast sé númer eitt, tvö og þrjú að hafa gott hráefni. Kjötið í borgurunum eru 140 grömm og brauðið er sérbakað eftir uppskrift staðarins. Því má ætla að borgararnir muni kæta bragðlauka gesta um ókomna tíð.

Agnar segir að ákveðið hafi verið að hafa einungis tvo rétti á boðstólnum því þannig væri hægt að leggja fulla áherslu á einungis tvo rétti og þar af leiðandi yrðu gæði matarins meiri.

„Þetta hentar mér vel því staðurinn er einfaldur í rekstri,“ segir hann. Agnar býr erlendis og því getur hann ekki haft eftirlit með daglegum rekstri staðarins. Hann segist þó vera með gott fólk í kringum sig sem hann getur treyst á og mun sjá um staðinn. 

Staðurinn mun opna í litlu húsnæði við Miklubraut þar sem áður var vegasjoppa en það er talsvert frábrugðið því sem Sverrir þekkir. Í London rekur hann fjóra vinsæla veitingastaði og má þar nefna hinn sívinsæla veitingastað Texture sem margir kannast eflaust við.

Heimasíða Dirty Burger & Ribs.

Facebooksíða Dirty Burger & Ribs.

Agnar Sverrisson, eigandi staðarins.
Agnar Sverrisson, eigandi staðarins. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK