Segja verðbólguhorfur ágætar

mbl.is/Eggert

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,3% í ágústmánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða taktur verðbólgu hjaðna lítillega, úr 2,4% í 2,3%.

Í umfjöllun sinni um málið segir greiningardeildin þó að verðbólguhorfur séu sem fyrr ágætar út yfirstandandi ár. „Við gerum ráð fyrir að verðbólgan muni verða nærri verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið. Í kjölfarið spáum við aukinni verðbólgu eftir því sem hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar, þótt verðbólga verði áfram minni en hún hefur verið undanfarin ár,“ segir greiningardeildin.

Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur fyrir ágúst þann 27. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK