Álverð hækkar áfram

mbl.is/Þorvaldur

Álverð heldur áfram að hækka og hefur nú hækkað nær samfellt allt þetta ár, að því er segir í umfjöllun IFS greiningar um málið. Álverð stóð í kringum 1.800 Bandaríkjadölum á tonn í byrjun árs en nemur nú um 2.050 Bandaríkjadölum á tonn.

IFS bendir á að þrátt fyrir aukna framleiðslu í Mið-Austurlöndunum og Kína líti út fyrir að meira jafnvægi sé á markaðinum en áður. Kína virðist líta meira til þarfa markaðarsins, í stað pólitískra áætlana. Þá leiði styrkleikamerki í bílaframleiðslu og umbúðaframleiðslu til væntinga um aukna eftirspurn, að sögn IFS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK