Skuldastaða ríkisins áfram erfið

mbl.is/Hjörtur

Skuldastaðan ríkisins er enn mjög erfið. Skuldir standa nokkurn veginn í stað á nafnvirði en að raunvirði fara þær hins vegar lækkandi. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

„Hlutfall heildarskulda ríkisins af vergri landsframleiðslu fór yfir 117% á árinu 2011, en lækkaði niður í 115% á árinu 2012 og í 108% á árinu 2013. Þetta er þróun í rétta átt en engu að síður eru skuldirnar mjög háar í sögulegu samhengi og einnig í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vaxtakostnaður ríkisins er mikil byrði og var nálægt 75 ma. kr. 2013. Til samanburðar má benda á að rekstur Landspítalans á því ári kostaði rúma 40 ma. kr. Vaxtakostnaður ársins 2013 var því um 80% hærri en rekstrarkostnaður spítalans,“ segir ennfremur.

Þá segir að meginniðurstaðan varðandi ríkisreikninginn fyrir 2013 sem birtur var fyrir helgi sé að þróunin sé á réttri leið en árangurinn verði hins vegar að vera mun betri til þess að sett markmið náist. 

Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK