Verslun erlendra ferðamanna jókst um 11%

Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um 20% á milli ára.
Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um 20% á milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendir ferðamenn eyddu að raunvirði 11% meira í verslun í fyrra en árið áður. Umsvifin námu 16 milljörðum króna ef horft er til greiðslukortaveltu.

Þeir keyptu mest í fataverslunum, einkum útivistarfatnað, og dagvöruverslunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Til samanburðar jókst velta almennt í smásöluverslun 1,4% umfram verðbólgu og nam 359 milljörðum króna án virðisaukaskatts árið 2013.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst hins vegar um 17% á sama tíma og þeim fjölgaði um 20% á milli ára sem sóttu landið heim. Þetta kemur fram í nýútkominni Árbók verslunarinnar sem fjallar um hagtölur um íslenska verslun og er tekin saman af Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK