Afurðaverð fer hækkandi

Afurðaverð hefur hækkað á undanförnum mánuðum en til marks um það hefur afurðaverðsvísitala IFS greiningar hækkað um 6,1% á síðastliðnum fjórum mánuðum. Í febrúarmánuði stóð afurðavísitalan í 331,6 stigum og hafði ekki verið lægri í um þrjú ár.

Vísitalan hækkaði um 6,3% í erlendum gjaldeyri, miðað við gengisvísitölu íslensku krónunnar, á þessu sama tímabili. Í júnímánuði hækkaði vísitalan um 1,4% frá fyrri mánuði.

Þá hækkaði hún um 2,0% að meðaltali á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkunin var 5,9% í erlendum gjaldeyri, að því er segir í umfjöllun IFS um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK