Íbúðaverð hækkaði um 0,3% í júlí

mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í júlí frá fyrri mánuði og var 389,7 stig, samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um 0,7% síðastliðna þrjá mánuði.

Það hefur aftur á móti hækkað um 3,7% seinustu sex mánuði og um 6,4% undanfarið ár.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK