Gunnar Hólmsteinn einn sá efnilegasti

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson.
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson.

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá íslenska leikjaframleiðandanum Plain Vanilla og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins CLARA, er í tólfta sæti á lista blaðsins Nordic Business Report yfir þrjátíu efnilegustu forstjórana í Norður-Evrópu sem eru undir þrjátíu ára aldri.

Gunn­ar Hólm­steinn er 28 ára og stofnaði CL­ARA árið 2008, en banda­ríski hug­búnaðarris­inn Jive Software keypti fyr­ir­tækið síðasta vor. Hann gekk til liðs við Plain Vanilla í marsmánuði á þessu ári, þar sem hann starfar við hlið forstjórans, Þor­steins Bald­urs Friðriks­son­ar.

Annar íslenskur frumkvöðull, Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Blendin, kemst einnig á lista blaðsins en hann situr þar í 28. sæti.

Að valinu kom dómnefnd sem samanstóð af ýmsum samtökum og fyrirtækjum í löndunum níu sem um ræðir, þ.e. Finnlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Paul Durov, stofnandi rússneska samfélagsmiðilsins VKontakte, trónir á toppi listans og þá situr rússneski frumkvöðullinn Vsevolod Strakh, stofnandi netverslunarinnar Sotmarket, í öðru sæti.

Frekari upplýsingar um valið má finna á vef Nordic Business Report.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK