Telja hugmyndir ráðherra skynsamlegar

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar

Samtök atvinnulífsins telja að hugmyndir fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskattkerfinu og afnám almennra vörugjalda séu skynsamlegar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að verðlagsáhrif breytinganna ættu að verða engin, þar sem þær vegi hvor aðra upp.

Samhliða ætti jafnframt að koma sérstaklega til móts við tekjulágt fólk með hækkun húsnæðis- og barnabóta. Til mikils sé að vinna að einfalda skattkerfið, fækka undanþágum og minnka hættu á undanskotum.

Í umfjöllun á vef samtakanna kemur meðal annars fram að rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna sýni að þótt matvörur og fleiri vörur séu í lægra þrepi virðisaukaskatts, þá hafi það óveruleg áhrif til tekjujöfnunar. Þótt lágtekjuheimili verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en hátekjuheimili, þá renni stærri hluti þeirrar krónutölu, sem felst í mismun almenna og lægra þrepsins, til hátekjuheimila.

Samtökin telja það vera sérkennilega notkun skattkerfis til tekjuöflunar. 

„Kostnaður ríkissjóðs við þessa tekjujöfnun er um 5,3 milljarðar króna, þegar 7% skattþrep og 11% skattþrep eru borin saman. Þar af skilar sér aðeins um einn milljarður króna til þess fjórðungs heimilanna sem lægstar hafa tekjurnar. Um 60% fjárhæðarinnar rennur hins vegar til heimila með tekjur yfir meðallagi.

Unnt er að ná má sambærilegum eða meiri tekjujöfnunaráhrifum fyrir tekjulægstu heimilin  með mun minni tilkostnaði, til dæmis með hækkun barnabóta eða húsnæðisbóta,“ segir á vef samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK