Ætlar að framleiða ódýrari rafbíl

Elon Musk, stofnandi Tesla.
Elon Musk, stofnandi Tesla. Mynd/AFP

Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla var einn af ræðumönnunum sem stigu á stokk á olíumessunni ONS sem fram fór í Stavangri í Noregi nú um helgina. Í ræðu sinni sagði Musk að til standi að hefja framleiðslu á Tesla III, ódýrari rafbíl sem ætlaður er fyrir almennan markað. 

„Okkar markmið er að framleiða rafbíl fyrir fjöldamarkaðinn. Nýja rafgeymaverksmiðjan okkar mun sjá til þess að innan þriggja ára munum við kynna nýjan rafbíl af tegundinni Tesla III.“

Musk er lítið hrifinn af mörgum þeim rafbílum sem eru nú á markaði. „Það er augljóst að það vantar á markað einhverja millitegund. Við erum með Tesla S sem er stórkostleg nýjung en það eru ekki allir sem eiga möguleika á að eignast þann bíl. Síðan eru til margir ódýrir rafbílar, en þeir geta ekki komið í stað hins almenna bensínbíls. Drægni þeirra er ekki nægileg til þess. Það skortir millitegund með mikla drægni, fyrst þá mun rafbílamarkaðurinn fara á flug,“ segir Musk. 

Nýi bíllinn frá Tesla mun að sögn Musks kosta í kringum 35 þúsund dollara. 

Tesla Model S
Tesla Model S
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK