Breskir bílar aldrei vinsælli

Land Rover bílar eru vinsælir utan heimalandsins.
Land Rover bílar eru vinsælir utan heimalandsins. mbl.is/Land Rover

Breskum bílaframleiðendum hefur fækkað á undanförnum árum en þeir bílar sem enn eru framleiddir hafa aldrei verið vinsælli. Í júlí voru fluttir út 103 þúsund bílar til sölu erlendis og er það mesti útflutningur á breskum bílum frá upphafi. 

Félag bílaframleiðenda og söluaðila, sem fylgst hefur með útflutningi breskra bifreiða allt frá árinu 1920 birti í gær tölur yfir framleiðslu í júlímánuði. Ef bílar sem framleiddir eru fyrir innlendan markað eru teknir með í reikninginn, voru framleiddir um 132.570 bílar í Bretlandi í mánuðinum. Hefur framleiðslan ekki verið eins mikil frá árinu 2004. 

Ástæða vinsældaraukningarinnar er sögð vera velgengni nýjustu tegunda Land Rover og Jaguar. 

Það vekur athygli að það eru lúxusbifreiðar framleiðandanna sem eru að slá í gegn. Alls var helmingur útfluttra bifreiða frá Bretlandi af lúxustegundum. Fyrir 10 árum síðan var hlutur lúxusbifreiða aðeins þriðjungur. 

Auk bresku tegundanna Land Rover, Jaguar, Bentley og Rolls Royce, eru nokkrar gerðir af japönskum bílum framleiddar í Bretlandi, meðal annars Nissan Quasqai og Honda Civic Tourer. 

Í kjölfar fjármálakreppunnar dróst bílaframleiðsla í Bretlandi saman á ógnarhraða. Nú hefur framleiðslan hins vegar náð sömu hæðum og fyrir kreppu, og vel það. 

Jaguar F-type.
Jaguar F-type. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK