Þurfa að svara til saka

AFP

Héraðs-áfrýjunardómstóll í Stuttgart í Þýskalandi úrskurðaði í dag að fyrrverandi forstjóri og fjármálastjóri Porche verði að svara til saka í máli þar sem þeir eru sakaðir um markaðsmisnotkun.

Um er að ræða ásakanir um að þeir hafi reynt að hafa áhrif á verð hlutabréfa í bílaframleiðandanum í misheppnaðri yfirtökutilraun á Volkswagen árið 2008.

Það var niðurstaða dómstólsins að forstjórinn fyrrverandi, Wendelin Wiedeking og fjármálastjórinn fyrrverandi,  Holger Härter yrðu að svara til saka fyrir rétti. Snéri dómurinn þar við fyrri ákvörðun í málinu. Í úrskurði áfrýjunardómstólsins nú kemur fram að verulegar vísbendingar séu um að þeir hafi gerst sekir um markaðsmisnotkun. 

Í desember 2012, eftir margra mánaða rannsókn, komst saksóknari að þeirri niðurstöðu að ákæra tvímenningana um markaðsmisnotkun. Samkvæmt ákæru gaf Porche út að minnsta kosti fimm opinberar tilkynningar á tímabilinu mars og október 2008 sem því var neitað að yfirtaka væri í burðarliðnum. Voru yfirlýsingarnar gefnar út þrátt fyrir að undirbúningur um yfirtöku væri hafinn. 

Einungis nokkrum mánuðum síðar gaf Porsche út yfirlýsingu um að yfirtaka á Volkswagen stæði fyrir dyrum og hafði þetta mikil áhrif á verð hlutabréf Porche. 

Tilraun Porsche til að taka VW yfir rann hins vegar út í sandinn og sat Porsche, sem er miklu minna fyrirtæki en VW, eftir með sárt ennið og yfir 10 milljarða evra skuld.

Fyrirtækin tvö reyndu síðan árið 2009 að sameinast á ný og endaði það með því að VW eignaðist 49,9% hlut í Porsche.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK